Mobile Planner
Einfaldleikinn í 
fyrirrúmi

Ertu orðin/nn þreyttur á því að hafa lagerinn heima hjá þér? Inn í stofu eða í geymslunni þinni?

Eða ertu orðin/nn þreyttur á því að skjótast á pósthúsið alla daga?

Eða ertu orðin/nn þreyttur á því að fá viðskiptavini heim til þín, eða hitta þá þar sem lagerinn er til að afhenda vörur.

 

Þá er Netþjónustan fyrir þína netverslun!

Hjá Netþjónustunni getur þú leigt „bás“ lager aðstöðu fyrir vörurnar sem þú selur í netversluninni þinni. Við leigjum bás í 6 – 24 mánuði í senn. Þið verðleggið vörurnar, komið þeim til okkar og fylgist svo með sölunni á ykkar heimasíðu.

Netþjónustan geymir vörurnar ykkar á meðan leigunni stendur allt að 50 stk í einu. Við sjáum um alla þá þjónustu sem fylgir því að vera með verslun. Einnig sjáum við um markaðsetningu í gegnum samfélagsmiðla Netþjónustunnar. Ásamt því að afhenta allar keyptar vörur. Það er í boði að sækja vörurnar til okkar eða fá þær sendar í pósti og sjáum við um að póstleggja þær.

 

 

Innifalið í verði er

Herðatré

Þjófavarnir 

Verðmiðar (Límmiðar)

Þrif á básum