Skilmálar

Leiga hjá Netþjónustunni

Bókanir

Hægt er að leigja pláss í gegnum heimasíðuna okkar, www.netþjónustan.is, í verslun okkar eða í gegnum tölvupóst.

 

Afbókanir

 

Þegar þú pantar pláss hjá Netþjónustunni, hefur þú 14 daga frest til endurgreiðslu ef þér snýst hugur. Ef þú vilt nýta þér þann rétt mætir þú í verslun okkar í Skeifunni og færð plássið endurgreitt. Vinsamlegast athugaðu að þú færð plássið einungis endurgreiddan ef það er afpantað með að minnsta kosti 14 daga fyrirvara, og miðast það við fyrsta dag leigutímabils. Ekki er því hægt að fá endurgreitt ef það eru færri en 14 dagar í að leigutímabilið hefjist, óháð því hvenær pláss er pantað.

 

Verð

 

Verðið sem gefið eru upp á heimasíðunni er ÁN virðisaukaskatts.

Þóknun

Þóknun (15%) verður sjálfkrafa dregin frá samanlagðri heildarsölu, áður en söluhagnaður er greiddur út til leigjenda.

Sjálfstæður rekstur

Þitt fyrirtæki er sjálft ábyrgt fyrir því að gefa upp réttar upplýsingar til skatts.

 

Á MEÐAN Á LEIGUTÍMA STENDUR 

 

Í upphafi leigutímabils 

 

Eftir að pláss hefur verið bókað, er hægt að koma með vörur fyrir lokun daginn áður en leigutímabil hefst, þ.e. á mánudegi til föstudags fyrir kl. 18.00 og laugardag fyrir kl 17. Einnig er í boði að setja upp plássið alla daga vikunnar þegar Netþjónustan er opin. Ef engar vörur hafa borist þegar líður á fyrsta dag leigutímabils er Netþjónustunni heimilt að leigja plássið út til annars fyrirtækis, þ.e.a.s. ef ekki hefur gert fyrir fram samkomulag um annað. Ef það eru lokunardagar á því leigutímabili sem pláss er bókað reiknast það með í heildardögum tímabils. Leigutímabilið er alltaf sá fjöldi daga sem valdir eru þegar pláss er bókað.

Ekki er heimilt að flytja pláss til, né setja upp festingar í plássinu, aðrar en þær sem fyrir eru. Ef vörum er stillt upp út fyrir eigið pláss verða þær fjarlægðar án viðvörunar. Mikilvægt er að þú sjáir sjálf/ur um að allar vörur séu merktar rétt með merkjum Netþjónustunnar og þeim verðum sem þú hefur sett á vöruna.

Þjófavarnir

Ótakmarkað magn af þjófavörnum fylgja með í leiguverðinu fyrir vörur sem eru verðlagðar yfir 1.500 krónum. Húsnæðið er vaktað með öryggismyndavélum, og starfsfólk okkar er almennt vakandi fyrir búðarþjófnaði. Netþjonustan ber ekki ábyrgð á stolnum, týndum né eyðilögðum vörum og í tilfelli af eldsvoða og vatnsskaða er Netþjónustan ekki bótaskyld. Innbústrygging þín bætir hugsanlega bruna/ vatnsskaða eða þjófnað - hafðu samband við þitt tryggingafélag til að fá frekari upplýsingar um það.

Eignaréttur og vöruskilmálar

Fyrirtækið þitt er eitt ábyrgt fyrir því að hafa ótakmarkaðan eignarétt á vörum sínum og rétt til þess að selja þær í básnum. Ekki er heimilt að selja ólöglegar, falsaðar eða skaðlegar vörur, tóbak, áfengi, matvöru, vopn, flugelda, klámfengið efni eða aðrar vörur sem sNetþjónustan telur ekki við hæfi. Einnig er ekki heimilt að hafa vörur keyptar frá Ebay, Wish, Aliexpress o.s.frv., og þá sérstaklega vörur sem ekki eru vottaðar, til endur sölu. Nafnspjöld eða önnur slík markaðssetning er ekki leyfileg í plássinu. Ef þessu er ekki framfylgt verða vörur úr tilteknum plássum fjarlægðar án fyrirvara. Netþjónustan hefur einnig rétt á að vísa frá eða fjarlægja vörur, sem metnar eru skaðlegar fyrir ímynd eða staðla verslunarinnar, eins og til dæmis skítugar, illa lyktandi eða götóttar flíkur eða brotnar vörur ásamt raftækjum sem ekki virka eða notuðum vörum. Við leyfum okkur að meta í einstaka tilfellum ef vara er keypt “ónýt” eða “gölluð” að taka hana til baka ef bilun er ekki sjáanleg. Netþjónustunni verslun fást hvorki skilað né skipt.

Skipulag og áfylling á plássi

 

Í grundvallaratriðum ert þú sjálf/ur ábyrg/ur fyrir plássinu þínu, og er þér velkomið að bæta þitt í samræmi við Netþjónustuna, vörum í plássið að vild á meðan á leigutíma stendur. Ef þú bætir vörum við á plássið , kostar það 1000 krónur að prenta út auka verðmiða. Einnig hefur þitt fyrirtæki möguleika á því að greiða aukalega fyrir tiltekt í plássi á meðan á leigutíma stendur. Einnig er ráðlagt að kíkja við í Netþjónustunni reglulega.

Breyta verðum

 

Ef óskað er eftir að breyta verðum á vörum á meðan á leigutíma stendur, þarf að láta okkur vita og við setjum nýjan verðmiða á vöruna. Verðmiðum sem hefur verið breytt eða strikað yfir eru ógildir af öryggisástæðum.

Afsláttur í básnum

Þú hefur möguleika á að setja afslátt á vörurnar í básnum þínum, og ef þess er óskað þarf að láta starfsfólk vita svo hægt sé að skrá inn afslátt á plássið þitt.

Í LOK LEIGUTÍMANS

 

Pláss tæmt

 

Plássið þarf að vera tómt í seinasta lagi 1 klst fyrir lokun á síðasta degi leigutímabils, þ.e. á mánudegi til föstudags fyrir kl. 17.00, og laugardegi fyrir kl. 16.00. Þú ert sjálf/ur ábyrg/ur fyrir því að tæma básinn í lok leigutíma, nema að greitt sé sérstaklega fyrir þá þjónustu hjá Netþjónustunni

Ef plássið hefur ekki verið tæmt á réttum tíma og ekkert samkomulag verið gert varðandi það, munum við hjá Netþjónustunni sjá um að pakka vörunum niður og rukka fyrir það afgreiðslugjald sem nemur 15.000 krónum. Einnig hefur þú möguleika á því að kaupa þá þjónustu að tæma básinn, og kostar það 5.000 krónur og er samið  um það fyrirfram. Við geymum vörurnar í viku að hámarki, en rukkum 1.000 krónur fyrir hvern dag sem vörurnar eru í geymslu hjá okkur. Eftir það eru þær í eigu Netþjónustunnar.

 

 

Persónuverndarstefna

 

Fyrirtækið skilur og virðir mikilvægi einkalífs á Internetinu, og því mun það ekki gefa upp upplýsingar um viðskiptavini/notendur til þriðja aðila, nema nauðsynlegt sé að framkvæma ákveðin viðskipti. Fyrirtækið mun ekki selja nafnið þitt, netfang, kreditkort eða persónuleg gögn til þriðja aðila án samþykki þíns.