Skilmálar

Almennt

Netþjónustan áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða við hættum að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.

 

Afhending vöru
Allar vörur eru afgreiddar næsta virka dag eftir pöntun. Sé varan ekki til á lager mun Netþjónustan hafa samband strax og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar. Öllum pöntunum er dreift af Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Netþjónustan ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að að hún er send frá Netþjónustunni til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda. 

Skilafrestur og endurgreiðsluréttur
Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í góðu lagi í óuppteknum upprunalegum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með. Endurgreiðsla er framkvæmd að fullu ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt og eftir að varan er móttekin. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd. Vinsamlegast hafið samband við Netþjónustuna varðandi spurningar.

Verð
Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara. 

Skattar og gjöld
Öll verð í netversluninni eru með VSK og reikningar eru gefnir út með VSK. 

Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum. 

Lög og varnarþing
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Efni námskeiða á vegum Netþjónustunnar eru einungis ráðleggingar. Allar ákvarðanatökur og aðgerðir sem þú tekur eru á þinni ábyrgð. Þú samþykkir að gera Netþjónustuna, og aðra hagsmunaaðila námskeiðanna, ekki skaðabótaskylda gagnvart þínum ákvörðunum og aðgerðum. Árangurinn af því að sækja námskeiðið er ekki tryggður. Með því að sækja námskeið okkar samþykkir þú þessa skilmála.

Skilmálar vegna þjónustu Netþjónustunnar
Áskrift Jarðafara kostar eins og verðtilboð segir. Hægt er að segja upp "áskrif" hvenær sem er í genum tölvupóst. Þú hefur enn aðgang út tímabilið sem þú greiddir fyrir. Ef áskriftinni er ekki sagt upp fyrir endurnýjun áskriftar verður sjálfkrafa tekið af því korti sem skráð er fyrir aðganginum.
Áskrifanda er óheimilt að nýta efni af áskriftarsvæðinu nema til einkanota. Öll afritun, fjölritun og endurbirting er óheimil í hvaða formi sem er.
Áskilinn er réttur til breytinga á áskriftarskilmálum þessum án fyrirvara.
Áskriftarskilmálar þessir gilda frá 1. janúar 2021.
Ágreiningsmál vegna þessara skilmála skal reka fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Samningurinn

 Með samningnum er átt við þá þjónustusamninga sem Netþjónustan og verkkaupi hafa gert sín á milli, ásamt hvers konar viðaukum við þá. Þar sem skilmálar þessir skulu teljast hluti af þjónustusamningum aðila, skal tilvísun í „samninginn“ jafnframt vísa í skilmála þessa, eftir því sem við á.

 Þriðji aðili: Skal eiga við um sérhvern aðila, annan en Netþjónustunnar og verkkaupa.

GREIÐSLUR

  Fyrir umsamda þjónustu Netþjónustunnar skal verkkaupi greiða Netþjónustunni þóknun þá, og eftir atvikum önnur gjöld, sem kveðið er á um í samningi aðila.

   Netþjónustan sér rétt til að breyta verðskrá sinni og tekur slík breyting gildi 30 dögum eftir að Netþjónustan hefur tilkynnt verkkaupa um breytinguna. Endurseld þjónusta frá þriðja aðila gjaldfærist samkvæmt gildandi verðskrá viðkomandi og viðmiðunargengi hverju sinni.

  GREIÐSLUSKILMÁLAR

Netþjónustan gefur út reikning í upphafi hvers mánaðar vegna greiðslu fyrir þjónustu sem innt er af hendi í mánuðinum á undan, nema um annað sé samið í samningi aðila.

 Bæði eðli þjónustu og magntölur geta breyst eftir þörfum verkkaupa og framkvæmir Netþjónustan talningu á auðlindum í notkun og gjaldfærir eftir þeirri talningu. Tímabil talninga er frá og með 21. hvers mánaðar til og með 20. næsta mánaðar. 

  Verð og fjárhæðir í samningi aðila eru tilgreindar í íslenskum krónum, án virðisaukaskatts, nema annað sé tekið fram.

  Verkkaupi skal inna greiðslur af hendi inn á bankareikning se Netþjónusan tiltekur eða með greiðslu greiðsluseðils. Annað greiðsluform telst ekki fullnægjandi.

  Allir reikningar Sensa skulu vera sundurliðaðir og studdir fylgiskjölum svo unnt sé að sannreyna þá. Verði ágreiningur um fjárhæð reiknings getur verkkaupi ekki neitað greiðslu á þeim hluta sem er óumdeildur. Verkkaupa ber að upplýsa Netþjónustunni um hvers konar athugasemdir við reikninga þegar í stað og  eða eigi síðar en á eindaga reiknings.

   Reikningstímabil er frá 21. hvers mánaðar til 20. næsta mánaðar. Gjalddagi reikninga er 10. hvers mánaðar. Eindagi reikninga er 20. hvers mánaðar. Sé greitt eftir eindaga eru vanefndarúrræði alltaf miðuð við gjalddaga reiknings.

   Verkkaupi skal greiða sérstaklega fyrir vinnu undirverktaka, skv. verðskrá undirverktaka, sem kynnt skal verkkaupa til samþykkis. Það sama skal eiga við um gjald fyrir leyfi og þá vinnu þriðju aðila sem Netþjónustan hefur milligöngu um að innheimta. Upplýsingar um kostnað á grundvelli þessa liðs skal koma fram í einstaka viðaukum við þjónustusamninga aðila.

  Ef greiðslur eru ekki inntar af hendi á eindaga reiknast á þær hæstu lögleyfðu dráttarvextir á hverjum tíma frá gjalddaga kröfunnar, sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, með síðari breytingum.

Ú 99 ehf.
kt. 610121-0120
Úlfarsfellsvegur 99,
113 Reykjavík
netthjonustan@netthjonustan.is